3 January 2008




Á annan í jólum hittast alltaf börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn afa og ömmu og auðvitað afi og amma líka.  Þetta gera þau til skiptist heima hjá hvort öðru og í þetta sinn hittumst við öll heima hjá mér.  Og auðvitað var ég með í fyrsta sinn.  Þetta er mjög gaman, mikið borðað, mikið spilað og mikið spjallað.  Sjálfum fannst mér eiginlega skemmtilegast að leika við stóru frænku mína hana Sögu.  Erla frænka mín var auðvitað með, en þær mömmur mínar klikkuðu í myndatökunum og þess vegna er hún ekki sýnileg......



Þessi mynd er tekin rétt áður en allir komu.
Svona borða þau mikið!



Afi minn.

Við Saga lékum okkur saman á teppinu mínu.

Svona hef ég nú yfirleitt gaman af tilverunni.

Stóri Eldar með stelpuna sína hana Sögu.


1 comment:

Saga said...

Takk fyrir okkur, þetta var frábært boð!
Mikið er litli frændi alltaf sætur og brosmildur. Hlökkum til að sjá ykkur sem fyrst!
Knús og kossar
Fjölskyldan á Skúlagötu