27 April 2008

Apríl 2008

Jæja, loksins sest hún mamma Hóffí niður og ætlar að segja ykkur frá því merkilegasta sem gerðist hjá mér og mömmum mínum í apríl. En fyrst af öllu vil ég þakka öllum þeim sem að skoða síðuna mína og skrifa í gestabókina; takk, takk :)
Afi minn varð 85 ára 5.apríl s.l. og fórum við öll í boð til hans og ömmu í tilefni dagsins. Síðan byrjaði Hóffí mamma að vinna aftur þann 1.apríl og þá byrjaði ég hjá dagmömmu. Mér finnst það bara gaman og ég er rosalega flínkur að fara til hennar:).
Síðan fór hún mamma til London í nokkra daga og saknaði mín ofboðslega mikið.
Annars gengur lífið sinn vanagang og ég held áfram að vera glaður lítill strákur, enda annað ekki hægt, allir eru alltaf svo voðalega, óskaplega góðir við mig.



Þessi mynd er tekin eldsnemma einn daginn, þegar að mamma Hóffí er á leiðinni í vinnuna og ég á leiðinni til Daníu dagmömmu.


Eins og þið sjáið er ég ekkert að hanga lengur á leikteppinu mínu, heldur fer ég þangað sem mér sýnist á fjórum fótum, en Bjartur fylgist með og passar upp á að ég fari mér ekki að voða.

Svo er líka frábært að bregða undir sig betri fætinum í göngugrindinni.


Ástþór frændi minn keypti þessa lest handa mér í Frakklandi, hann keypti reyndar líka rosalega flott föt á mig.

Núna finnst mér þægilegra að fara í stóra baðið, þar get ég buslað miklu meira.

Hér er ég í afmælinu hans afa, hjá Hrafnkeli frænda.

Afi minn og Ástþór frændi í afmælinu hans afa.

Litli hundurinn minn hann Máni.

Jebb, ég er farinn að drekka sjálfur!



Hérna er ég í leikgrind sem að Haddý frænka lánaði mér.

Svo er ég líka farinn að borða sjálfur........stundum:)





Mömmum mínum finnst ég svo sætur svona alsber, þannig að ég ákvað að gerast fyrirsæta í nokkrar mínútur fyrir þær.

3 comments:

Anonymous said...

jemin eini, er maður sætastur. Oh Eldar Hrafn, einvern veginn þá tekst mér ekki að hitta þig, þetta bara gengur ekki. Og Saga frænka þín skilur bara ekkert afhverju hún fær ekki að hitta litla frænda sinn.
Vonandi náum við að hittast næstu helgi!
Knús Eva frænka

Hrefna said...

Eldar er klárlega sætasti frændi minn!!! Frábær mynd af honum og Bjarti saman á skinninu, þeir eru greinilega að horfa á eitthvað rosalega spennandi :D Knús frá sólinni í Danmörku,
Hrefna frænka

Saga said...

Bara á sprellanum! Trúi þessu ekki! Þetta blogg slær ananrs öll met, æðislegar myndir, skemmtileg stemmning...rosa gaman að fylgjast með frænda.