Ég var skírður 16.september 2007 og fékk nafnið Eldar Hrafn. Eldar í höfuðið á frænda mínum og Hrafn í höfuðið á ömmu minni, mömmu hennar mömmu en hún hét Hrafnhildur.
Mér fannst þetta svolítið erfiður dagur og hvíldi mig því við fyrsta tækifæri.
Vinir okkar hjálpuðu okkur og útbjuggu flotta veislu fyrir mig.
Hér er ég með mömmum mínum, öfum mínum og ömmu, en það vantar Ylvu ömmu á myndina.
Hér heldur Jimmy frændi á mér.
Mamma mín er örugglega að kalla á Hóffí mömmu og segja henni að vera með á myndinni!
Ég og Eldar, þ.e.a.s. Eldar og Eldar. Hann var svolítið ánægður að eignast nafna held ég!
Mömmur mínar voru voðalega montnar þennan dag.
Með Ingimar frænda, en hann skírði mig.
Mamma mín þurfti að halda á mér undir lokin, því ég var ekki í stuði þennan dag, ég var ekki alveg sáttur við að vera settur í kjól!
Steinunn guðmóðir mín hélt á mér fyrst, þangað til ég fór að láta of mikið í mér heyra, þá tók mamma við.
Þarna sést í Hrafnkel frænda minn og hana Guðnýju.
Með Haddý frænku.
Þarna er verið að troða mér í kjólinn!
Það var allt voðalega hátíðlegt og sparilegt heima hjá mér þennan dag.
No comments:
Post a Comment