Áramótin 2007-2008
Ég fór með mömmum mínum í Vaðnes þann 27.desember og vorum við þar til 2.janúar 2008. Það var mjög gaman að fara þangað og er þetta í annað skipti sem að ég fer í Vaðnes. Vinir okkar Hóffí og Siggi voru í næsta bústað við okkur og eyddum við áramótunum með þeim. Mömmur mínar ákváðu að stelast og tóku hundana mína með okkur. Mér fannst svoldið skondið að það komst upp um þær á fyrsta degi! Við sjáum bara til hvort við séum komin í straff, það verður bara að koma í ljós. Allavega fór mjög vel um okkur öll og Bjartur og Máni mjög ánægðir með að vera með okkur yfir áramótin því að Máni er svo hræddur við hljóðin í flugeldunum.
2 comments:
Mikið hefur nú verið huggulegt í sveitinni. Saga frænka vill endilega fara með Eldari frænda sínum í sveitina einhvern tíma, foreldrarnir mega koma með ef þau haga sér vel:)
Gleðilegt nýtt ár!!
Post a Comment