26 August 2008

1 árs 24.ágúst 2008

Já, ég er sko ekkert smábarn lengur, ég er orðin eins árs :) Það var haldin veisla fyrir mig og það komu barasta h.u.b. allir til að vera góðir við mig. Ég saknaði samt sumra og vona bara að ég hitti alla sem mér þykir vænt um sem fyrst og sem oftast:) Afmæli eru stór sniðug, maður fær svo mikið af skemmtilegum og fallegum pökkum, svo fær maður gott að borða og svo koma svo margir í heimsókn.




Þennan pakka fékk ég frá mömmum mínum strax og ég vaknaði.

Hann var h.u.b. eins stór og ég. Bjartur var mjög forvitinn.



Og þessi bíll var svo í pakkanum :)


Ég fékk eitt kerti á voðalega flotta köku, ja hún var allavega flott, ekki fékk ég að smakka neitt á henni !


Og allir sungu fyrir mig afmælis sönginn.

Með mömmu Hóffí.

Hér er afmælis kakan mín, og auðvitað er Bjartur líka, hann er nefnilega að vona að eitthvað detti á gólfið...........:) Hann er svo ofboðslega duglegur að þrýfa gólfin.

Sögu fannst sko kakan góð........

............m.a.s. alveg ofboðslega góð :)

Saga gaf mér þessa húfu svo að við gætum verið eins. Hún gaf mér líka bol í stíl og þá verðum við alveg ofboðslega mikið eins.

Hjá mömmu minni.

Manassa og Eva Lilja í afmælinu mínu og svo er náttúrulega Máni þarna líka.

Hér er Gabriella að hjálpa mér.

Það má eiginlega segja að ég hafi m.a. fengið sófasett í afmælisgjöf! Hér er ég að máta stólinn sem afi minn og amma gáfu mér.



Og hér er ég að máta stólinn sem að Ástþór, Erla og Sunna gáfu mér.


Það er nú ósköp notalegt að eiga þægilega stóla í réttri stærð!

1 comment:

Anonymous said...

Elsku Eldar Hrafn,
mikið var afmælið þitt yndislegt, frábærar veitingar (en ekki hvað) og skemmtilegur félagsskapur.
knús og kossar frá okkur á Skúlagötunni!