11 June 2009

Júní 2009


Ég og mömmur mínar erum búnar að gera margt skemmtilegt núna í júní. Ég var að klára "Litla íþróttaskólann", en ég ætla aftur í haust því að það var svo gaman :) Við heimsóttum Hóffí og Sigga í sumarbústaðinn þeirra, Birna, Gunnar og Arna Eir komu og heimsóttu mig. Við fórum í heimsókn til Manössu, svo hjálpaði ég mömmum mínum í garðinum og svo er ég náttúrulega búin að heimsækja afa og ömmu og bara gera alveg rosalega margt skemmtilegt.

Ég er svoldið flínkur að gera æfingarnar ........

........enda finnst mér það alveg rosalega gaman


Við fórum líka í sundtíma og ég er orðinn svoldið flínkur......





.....þori meira að segja að hoppa :O)


Hérna erum við að borða svona sparimat um helgi.....




......og ég borða yfirleitt alveg sjálfur :)

Í heimsókn hjá Hóffí, Sigga og Gáska.



Hóffí og Siggi.


Ég eignaðist nýjan vin, hann heitir Gunni og hann kann sko að gera hlutina skemmtilega :O)



Arna Eir, hún var alveg voðalega góð við mig og Bjart og Mána :O)


Mamma og Birna.

Mamma Hóffí og Birna, en þær eru alveg ofboðslega eldgamlar vinkonur !

Og aftur í "Litla íþróttaskólanum" Þetta var síðasti tíminn í bili.



Í dótahimnaríki hjá Manössu.

Mamma Hóffí með litla Elías, hann er alveg ofboðslega lítill og mikið krútt :)

Ég er nú líka að passa að mamma Hóffí muni að hún á sko líka lítinn strák !

Hér er ég að hjálpa mömmum mínum í garðinum mínum.





Ég veit ekki afhverju þeim þykir svona gaman að taka myndir af mér þegar að ég er að borða.


Hérna er hann afi að lesa fyrir mig.



Saga var líka í heimsókn hjá afa og ömmu, en afi minn og amma eru sko langamma og langafi hennar !

Hún er alltaf alveg voðalega góð við mig hún stóra frænka mín.


Hér eru Bjartur og Máni að fylgjast með þegar að ég máta skóna hennar mömmu.

Mömmu Hóffí fannst það svo sniðugt að hún gaf mér risastóra gulrót :O)

No comments: