29 January 2009

Janúar 2009

Jæja, þá er ég að byrja 3ja ártalið mitt í þessari veröld, þótt að ég sé ekki einu sinni orðinn eins og hálfs árs! Það finnst mér alveg stór merkilegt. Alveg er ég viss um að þetta ár verður alveg hreint frábært :0) Allavega byrjar það vel. T.d. er nýjársdagur í janúar, og mamma Hóffí á afmæli í janúar og á þessu afmæli varð hún alveg ofboðslega gömul ! Hún varð sko FIMMTÍU ára, það er svona billjón sinnum meira heldur en ég er ! Og svo fórum við í bústað í janúar.


Mamma á gamlárskvöld með Bjarti og Mána.
Ég í rosa stuði á gamlárskvöld.
Svo er voðalega góður matur líka :o)
Hér er ég orðinn voðalega þreyttur í afmælinu hennar mömmu Hóffí með Hrafnkeli frænda mínum.
Sigvaldi afi og amma að spjalla saman.
Guðný frænka mín, Ragnheiður frænka mín, ég og Hrafnkell.

Hér er stóri Eldar að gefa mömmu Hóffí gjöf, og hann var sko sjálfur kortið og er þarna eiginlega að lesa sjálfan sig :0)
Hún mamma Hóffí fékk alveg rosalega mikið af rosalega flottum gjöfum.........
....................og hún var sko alveg rosalega ánægð :o)
Hér sést t.d. í Sögu stóru frænku mína, Sunnu, Ástþór stóra frænda minn, Ástu Lilju, mömmur mínar og Erlu frænku.




Sko, þótt að mamma Hóffí hafi orðið FIMMTÍU ára fékk hún samt dúkku í afmælisgjöf, hún fékk dúkku sem að heitir Kalli og hún átti hann þegar hún var lítil stelpa. En Kalli er búinn að vera svoldið ónýtur í rosalega mörg ár, en mamma mín lét laga hann handa henni.
Hjá afa mínum :o)
Mamma Hóffí og Gísli stóri frændi minn, en þau eru alltaf voðalega fljót þegar að þau eru í boðum og einhver segir Gjörðusvoogvel !
Hjá ömmu minni, en ég fékk að vaka svoldið lengi í afmælinu.
Hjá ömmu, en þar er voðalega gott að vera ef maður er þreyttur.
Saga stóra frænka mín er hérna að kyssa mig góða nótt :o) og svo kyssti mamma hennar mig líka, hún Eva frænka.
Hér er mamma Hóffí með pabba sínum og mömmu, en þau eru sko afi minn og amma :o)
Seinna um kvöldið þegar ég var farinn að sofa fóru margir að spila :o) En frændum mínum og frænkum finnst alveg voðalega gaman að leika sér þegar þau hittast :o)


Stóri Eldar og systur hans og frænkur mínar, þær Hrefna og Sunna.
Hér erum við svo komin upp í sveit nokkrum dögum seinna í voðalega flottan sumarbústað.
Hér er ég í fyrsta skipti á ævinni á snjóþotu, það var alveg rosalega gaman :o)



Þetta er á afmælisdaginn hennar mömmu Hóffí, en afi Sigvaldi kom og gaf henni blóm.
Ég og mamma og afi Sigvaldi.

Það er svo margt sem að ég geri þessa dagana í fyrsta skipti, þarna er ég t.d. í fyrsta skipti í rólu.
Svo svona inn á milli er gott að knúsa mömmu sína :o)
Mamma bjó til snjókall handa mér :o)

Svo þegar að maður er búinn að vera svona lengi úti að leika sér, er gott þegar að mamma Hóffí les fyrir mig áður en ég fer að sofa.

1 comment:

Anonymous said...

Oh, en hvað myndirnar eru fínar. Svo langt síðan að ég hef gefið mér tíma. Afmælið var æðislegt og mikið hefur sumarbústaðarferðin verið hugguleg!
knús og kveðjur
Eva